Tryggingakerfi eldri borgara

Við ætlum að endurskoða tryggingakerfi eldri borgara frá grunni; frítekjumark atvinnutekna hækki strax í 200 þúsund á mánuði.

  • Prentefni má nálgast hér um tillögurnar (PDF)

Frítekjumark tvöfaldað strax


Við ætlum fyrst að hækka frítekjumark atvinnutekna í 200 þúsund krónur á mánuði frá og með 1. janúar 2022.


Lífeyrisuppbót tekin upp


Við viljum síðan stokka upp almannatryggingakerfi eldri borgara.

Markmiðið er að styrkja stöðu þeirra sem eru með takmörkuð réttindi í lífseyrissjóðum og hverfa frá skerðingum. Þetta verði gert með sérstakri lífeyrisuppbót sem tekur mið af réttindum hvers og eins í lífeyrissjóði.


Aðrar skattskyldar tekjur eldri borgara – s.s. atvinnutekjur, séreignasparnaður, fjármagnstekjur – skerða ekki lífeyrisuppbót.

Með öðrum orðum: Samtímatekjur eiga ekki að leiða til skerðinga en verða skattlagðar með sama hætti og eftir sömu reglum og skattskyldar tekjur annarra.


Hvað er lífeyrisuppbót?


Með lífeyrisuppbót viljum við leiðrétta augljóst misgengi sem átti sér stað í fortíðinni og jafna stöðuna í samtímanum. Um leið heyra skerðingar vegna atvinnu- og fjármagnstekna sögunni til. Þannig er lífeyrisuppbótin aldrei tekjutengd vegna samtímatekna, en tekur mið af áunnum réttindum í lífeyrissjóði.


Til verða jákvæðir hvatar fyrir eldri borgara sem hafa getu og vilja til að bæta sinn hag.


Hvenær og hvernig?


Uppstokkun á tryggingakerfi eldri borgara verður ekki gerð nema í samráði við hagsmunasamtök þeirra og í samvinnu við lífeyrissjóðina.


Í ríkisstjórn mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherslu á að kerfisbreytingunum verði hrint í framkvæmd með þessu skýru markmið í huga.