Kjósum Sjálfstæðisflokkinn
Leiðbeiningar fyrir kjósendur og upplýsingar um kjörstaði má nálgast á vef stjórnarráðsins, sjá hér.
Utankjörfundarskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll og þangað má leita eftir upplýsingum og aðstoð í síma 855 3999 eða á netfangið bl@xd.is. Verkefnisstjóri utankjörfundarskrifstofu er Bryndís Loftsdóttir.
Kosning í heimahúsi og aðstoð við kjósendur
Hægt er að sækja um að fá að kjósa úr heimahúsi og/eða aðstoð við kosningu, en óskir þess efnis verða að berast kjörstjóra eigi síðar en tveimur dögum fyrir kjördag - sjá hér.
Utankjörfundarkosning á Íslandi
Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Kringlunni, á þriðju hæð við bíóinngang og í Smáralind, á fyrstu hæð við hliðina á Vínbúðinni. Opið alla daga kl. 10-22 til og með 24. september.
Auk þess verður opið í Smáralind á kjördag, 25. september, frá kl. 10-17.
Leiðbeiningar fyrir kjósendur og upplýsingar um aðra kjörstaði má nálgast á vef Stjórnarráðsins, sjá hér.
Utankjörfundaratkvæðum í lokuðum sendiumslögum merktum kjósanda má skila til Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut 1, 105 RVK. Við komum atkvæðunum í rétt kjördæmi.
Verkefnisstjóri utankjörfundarskrifstofu er Bryndís Loftsdóttir.
Utankjörfundarkosning erlendis
Hvar get ég kosið?
Kjósendur með lögheimili erlendis geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis. Sjá upplýsingar á
vef utanríkisráðuneytisins eða sendið fyrirspurn á bl@xd.is
Kjósendur sem staddir á Íslandi á tímabilinu 13. ágúst – 25. september geta kosið hjá sýslumönnum og í Kringlu og Smáralind.
Kjósendur er minntir á að hafa skilríki með sér á kjörstað.
Hvernig veit ég hvort ég sé á kjörskrá í hvaða kjördæmi atkvæði mitt á að fara til?
Kjósendur geta flett kennitölu sinni upp hér og séð hvort og hvar viðkomandi eru á kjörskrá.
Þarf ég að kæra mig inn á kjörskrá?
Ef kjósandi var síðast með lögheimili á Íslandi fyrir innan við 8 árum, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, er hann enn á kjörskrá.
Ef átta ár eða fleiri eru frá því að kjósandi flutti lögheimili frá Íslandi, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, þarf viðkomandi að kæra sig inn á kjörskrá.
Ef kjósandi hefur aldrei átt lögheimili á Íslandi getur hann ekki kært sig inn á kjörskrá.
Ef kjósandi hefur átt heima í fleiri en 8 ár samfellt erlendis og kærði sig inn á kjörskrá fyrir þingkosningar 2017 eða síðar, þarf hann ekki að kæra sig nú í ár þar sem undanþágan frá síðustu þingkosningum gildir í fjögur ár, fram til 1. desember 2021.
Eyðublað til að kæra sig inn á kjörskrá má finna hér.
Hvernig fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram?
Kjósandi þarf alltaf að gera grein fyrir sér með löggiltum persónuskilríkjum; vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, til þess að fá kjörgögn afhent.
Kjörgögn eru; kjörseðil, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag.
Kjörseðil er alveg auður. Á hann skrifar eða stimplar kjósandi D
Kjörseðillinn fer í kjörseðilsumslagið og skal það límt aftur og ekkert er skrifað á það.
Því næst fyllir kjósandi út fylgibréfið og undirritar það í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna.
Kjörseðilsumslagið og fylgibréfið fara saman í sendiumslag sem fylgir kjörgögnum. Á framhlið þess skal rita heimilisfang sýslumanns eða kjörstjórnar sem viðkomandi telur sig vera á kjörskrá hjá. Á bakhlið skal alltaf rita nafn, kennitölu og lögheimili kjósanda líkt og fram kemur á umslagi.
Ef atkvæðagreiðslan fer fram í kjördæmi kjósanda, býðst að skilja atkvæðið eftir í kjörkassa.
Ef kjósandi greiðir atkvæði í öðru umdæmi eða erlendis, annast hann sjálfur sendingu atkvæðis síns til sýslumanns eða kjörstjórnar sem hann telur sig vera á kjörskrá hjá eða til Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut 1, 105 RVK og kosningaskrifstofa okkar um land allt. Við komum atkvæðum til skila í rétt kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á kjördag.
Atkvæðisbréfið þarf að hafa borist kjörstjórn eða í einhverja kjördeild í kjördæmi kjósanda fyrir lokun kjörstaða á kjördag.