Stafræn bylting

Stafræn bylting í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.

Tryggja verður gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og nauðsynlegum lyfjum um allt land. Byggja verður upp tækjakost, sjúkraflutninga og sjúkraflug. 


Nýta þarf rafrænar/stafrænar lausnir í auknum mæli. Samningar þurfa að liggja fyrir um kaup á þjónustu við sjúkrastofnanir og sérfræðinga á sviði velferðarþjónustu fyrir alla landsmenn og jafnræði skal ríkja á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. 



Nýsköpun á öllum sviðum velferðar- og heilbrigðisþjónustu mun stuðla að aukinni hagkvæmni og gæðum í rekstri og tækifæri til aukinna útflutningstekna. Við menntun heilbrigðisstarfsfólks, vísindarannsóknir og fjárfestingu er þörf á fjölbreyttum rekstrarformum og fleiri atvinnutækifærum, m.a. til að auka áhuga ungs fólks. Virkjun bæði einkaframtaks og ríkisframtaks á sviði fjárfestinga í heilbrigðis- og líftækni stuðlar að umtalsverðum útflutningstekjum og grænum hagvexti.