Fæðingarstyrkur verði hækkaður
Ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt undir lok síðasta árs. Þar skipti mestu að orlofstíminn var lengdur í 12 mánuði.
Grunngerð fæðingarorlofsins hélst óbreytt þannig að orlofsréttindi miðast við þátttöku og tekjur á vinnumarkaði fyrir fæðingarorlof. Þeir foreldrar sem ná lágmarksþáttöku á vinnumarkaði og námsmenn fá hins vegar fæðingarstyrk.
Fjárhæð fæðingarorlofs miðast við 80% af launum með 600 þúsund króna hámarksgreiðslu á mánuði. Fæðingarstyrkur er hins vegar frá rúmum 83 þúsund á mánuði fyrir einstaklinga utan vinnumarkaðar en frá tæpum 191 þúsund fyrir einstaklinga í fullu námi.
Sjálfstæðisflokkurinn vill styðja foreldra utan vinnumarkaðar og námsmenn sérstaklega með jákvæðum hvötum til barneigna. Þess vegna er nauðsynlegt að endurskoða reglur um fæðingarstyrk og hækka hann verulega.